Í kvöld sigraði hið unga og efnilega lið Hauka Keflavík í Lengjubikarkeppni karla.
Okkar menn sigruðu leikinn með 3 mörkum gegn einu.
Mörkin Hauka skoruðu Arnar, Gulli og Björgvin.
Það er greinilegt á þessu að strákarnir okkar eru til alls líklegir í sumar.
Næsti leikur verður á Föstudaginn n.k. og verður hann við Stjörnuna á Ásvöllum klukkan 19.
Við hvetjum að sjálfsögðu allt Haukafólk til að koma og styðja við bakið á strákunum.
Áfram Haukar.