Leikur meistaraflokks karla í fótbolta gegn Keflvíkingum í Lengjubikarnum sem var frestað sl. laugardag verður leikinn á morgun, mánudaginn 16. mars, kl. 18:00 og fer hann fram í Reykjaneshöllinni.
Haukur biðu lægri hlut um síðustu helgi gegn Grindavík, 2 – 3, þar sem Björgvin Stefánsson og Zlatko Krickic skoruðu mörk Hauka. Við hvetjum Hauka-fólk að mæta í Reykjaneshöllina og fylgjast með ungu og efnilegu Hauka-liði undirbúa sig fyrir átökin í 1. deildinni í sumar.