Í kvöld, fimmtudaginn 12. mars, kl. 19:15 munu Haukar etja kappi við Keflvíkinga í loka umferð Dominos deildar karla. Þessi leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið þar sem sigurvegarar þessa leiks munu fá heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Haukarnir sitja núna í fjórða sæti og geta með sigri náð þriðja sætinu en með tapi þá gæti sjötta sætið orðið staðreynd.
Haukarnir hafa verið að spila mjög vel í síðustu leikjum. Tap var þó staðreynd í síðasta leik á útivelli á móti sterku liði Tindastóls. Tapið var sárt en Tindastóll skoraði 3ja stiga körfu 4. sek. áður en leiktíminn rann út sem reyndist sigurkarfan í skemmtilegum og spennandi leik. Haukar höfðu unnið 5 leiki í röð áður en kom að Tindastólsleiknum og unnið góða sigra á móti liðum sem voru fyrir ofan í töflunni.
Nú er þörf á gríðarlegum stuðningi af pöllunum. Strákarnir eru staðráðnir í því að sýna að þeir séu tilbúnir fyrir úrslitakeppninni og ætla að selja sig dýrt í kvöld til að tryggja heimavallarréttinn.