Haukar munu taka á móti HK í kvöld, fimmtudaginni 12. febrúar, í Olís deild karla og hefst leikurinn kl. 19:30.
Haukarnir byrjuðu sterkt eftir hið langa landsleikjahlé og lögðu Eyjamenn á erfiðum útivelli. Strákarnir spiluðu nokkuð vel og var liðsheildin sterk. Með sigrinum náðu strákarnir að komast nær efri hlutanum og því er leikurinn í kvöld gríðarlega mikilvægur.
Haukar sitja í 7. sæti deildarinnar en geta með sigri lyft sér upp í 6. sæti ef önnur úrslit verða þeim hagstæð. HK sitja á botni Olís deildarinnar með tvo sigra og 15 töp en hafa verið að styrkja sig og því má búast við hörku leik.
Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hægt að horfa á hann á haukartv.