Haukar – Valur í kvöld kl. 19:15 – Dominos deild kvenna

dagbjortValsstúlkur koma í heimsókn í Schenkerhöllina í kvöld, miðvikudaginn 11. febrúar, kl. 19:15.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en Haukastúlkur sitja í 3 sæti Dominos deildar með 12 sigra og 7 töp en Valsstúlkur eru í því 5 með 10 sigra og 9 tapleiki. Haukar geta því nánast tryggt sér sæti í úrslitum með sigri en Valsstúlkur þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að eyja möguleika á sæti í úrslitakeppninni.

Haukarnir unnu öruggan heimasigur á móti Breiðabliki í síðustu umferð á meðan að Valsstúlkur lágu á heimavelli á móti Keflavík.

Þessi lið hafa mæst 2x í vetur í deildinni og hafa Haukar unnið báðar viðureignirnar eftir gríðarlega jafna leiki og fór annar leikurinn í framlengingu.

Það má því búast við hörku viðureign í kvöld í leik sem skiptir bæði lið miklu máli.