Stórleikur í Dominos deildinni í kvöld, Haukar – Stjarnan kl. 19:15

emilbarjaDerbý slagur að bestu gerð verður í Schenkerhöllinni í kvöld, mánudaginn 9. febrúar kl. 19:15, er Stjarnan mætir í heimsókn og mun etja kappi við heimamenn í Dominos deildinni.

Haukarnir hafa ekki enn unnið leik á nýju ári og því kominn tími til. Strákarnir eiga harma að hefna þar sem Stjarnan vann fyrri leik liðanna í deildinni í Ásgarði í jöfnum og spennandi leik. Strákarnir eru staðráðnir í að komast aftur á sigurbraut en leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.

Baráttan um sæti í úrslitakeppni og heimavallarrétt fyrir úrslitakeppnina er gríðarlega hörð, en 7 lið eru í harðri baráttu um 6 laus sæti en einungis tveir leikir eru frá 9 sæti og í þriðja sætið.

Nú þurfa strákarnir stuðning úr pöllunum og hvetjum við allt Haukafólk til að mæta í Schenkerhöllina og hvetja strákana áfram til sigurs.