Fjölmenni á uppskeruhátíð

Verðlaunahafar Getraunaleiks Hauka V-2014

Hann  var þétt setinn Forsalurinn á föstudaginn þegar getraunasnillingar og gestir þeirra  fjölmenntu á uppskeruhátíð vetrarins.  Hátíðin hófst á girnilegri súpuveislu Valdimars Óskarssonar,  „soup de la fond“,  sem  viðstaddir gerðu góð skil. Þá kynnti veislustjórinn, Ágúst Sindri,  úrslit vorleiksins og afhenti glæsileg verðlaun.  Fór hann og yfir sögu Haukagetrauna og flutti gamanmál eins og honum er einum lagið. Lauk svo þessari góðu skemmtan með því að  gestur flykktust á leik Hauka og Þróttar í knattspyrnu.

Verðlaunahafar í Getraunaleik Hauka

 Mynd  frá vinstri: Sigurður Jóakimsson (BF Sel), Eiríkur Sigurðsson (EVERTON), Elva Guðmundsdóttir (EVERTON), Eiríkur Svanur (ARSENAL), Sigurjón Bjarnason (Mágarnir) og Gissur Guðmundsson (STEINN)