Nú liggja fyrir úrslit í Vorleik Getraunadeildar Hauka.
Sigurvegari Úrvalsdeidar var Everton með 66 stig. Í Glerrúðudeildinni fór Arsenal með sigur af hólmi með 65 sig.
Arsenal sigraði einnig í haustleiknum.
Á föstudaginn kveðja getraunasnillingar veturinn með glæsilegri uppskeruhátíð í Samkomusalnum kl. 18:00.
Veislustjóri verður Ágúst Sindri Karlsson og kynnir Jón Björn Skúlason.
Matreiðsla verður í höndum Valdimars Óskarssonar.
Að lokinni uppskeruhátíðinni hefst 1. leikur m. fl. karla í knattspyrnu.
Góða skemmtun !