Lokaumferðir í getraunaleiknum

HaukarNæsta laugardag verður leikin lokaumferðin í getraunaleik Hauka. Úrslitaleikirnir verða svo spilaðir laugardaginn 24. apríl og fer verðlaunaafhending fram síðdegis þann dag á lokahófi getraunaleiksins.

Þau lið sem eru sigurstranglegust í Úrvalsdeild riðli A eru Fjós, 2XE, Erna, FC Álaborg auk þess sem að Þruman, Baldarar og Froskar gætu enn átt smá von.

Í Úvarlsdeild B er það lið ÍBV sem verður að teljast öruggt þó svo að enn sé möguleiki fyrir DÍS.

Í Framrúðubikar A riðli er lið Newcastle og Pappa sem keppa um að komast í úrslitaleikinn.

Í Framrúðubikar B riðill er það lið Hauka MU sem er nær öruggt með að komast í úrslitaleinn.

Fyrirkomulag lokahófsins verður kynnt síðar hér á síðunni. Við viljum hvetja ykkur öll til að mæta og taka þátt í lokaumferðunum. 

Kveðja frá Hauka getraunum