Sveinsson, Hilmar og Toppmenn voru með 12 rétta í getraunum þessa helgi. Þessi lið hafa á að skipa klókum köppum en í liði Toppmanna er Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Steinþór Einarsson. Í liði Sveinsson er Ási meistarakokkur og sonur hans Sigurður Stefán. Í liði Hilmars eru knattspyrnumennirnir okkar Hilmar Geir og Hilmar Rafn. Einning voru einhver lið með 11 rétta og er fólk farið að gera sér grein fyrir því að þarna er alvöru keppni á ferðinni.
Met þátttaka var í getraunaleiknum um helgina sem sýnir glögglega hversu stórt félag Haukar er. Þetta starf styrkir félagið mikið og við höldum áfram á sömu braut. Starfsfólk Ásvalla tekur vel á móti fólki og ber fram kaffi og kökur af miklum móð alla laugardagsmorgna.
Sjáumst næsta laugardag Kveðja frá Hauka getraunum