Haukar halda í Hólminn

Haukar mæta Snæfellingum í 2. umferð Domino’s deildarinnar í kvöld í Stykkishólmi. Haukar byrjuðu Íslandsmótið með látum og unnu öruggan 20 stiga sigur gegn Grindavík í síðustu viku.

Snæfellingar eru höfðingjar heim að sækja en á sama tíma eru Fjárhúsin einn erfiðasti heimavöllur landsins að koma á. Það er því ljóst að erfiður leikur er fyrir höndum en Haukar hafa ekki unnið Snæfellinga í Stykkishólmi síðan 19. nóv 2002 þegar liðið vann eins stigs sigur 78-79.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15 og er í beinni textalýsingu á kki.is