Seinni söludagur körfuknattleiksdeildar Hauka sem átti að vera í dag verður frestað þangað til í byrjun nóvember.
Ástæða seinkunarinnar er sú að töluverð fjölgun iðkenda hefur verið á síðustu æfingum yngri flokka félagsins og því var ákveðið að fresta söludegi um nokkrar vikur.
Þeim sem vantar búninga geta farið og keypt búninga hjá umboðsaðila Errea á Íslandi, Safalinn ehf. í Dugguvogi, og keypt búning beint af þeim.