Haukar – Keflavík í kvöld kl. 19:15

HaukarHaukastelpur fá Keflvíkinga í heimsókn í Dominos deild kvenna í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15

Þetta er annar leikur Haukanna en þær lágu fyrir Íslandsmeisturum Snæfell í fyrsta leik á útivelli í jöfnum og spennandi leik. Haukarnir voru með undirtökin lengst af og voru með mest 12 stiga forystu í fjórða leikhluta en náðu ekki að halda út. Margt jákvætt var í leik liðsins og nú er bara að byggja á því og koma vel stemmdar til leiks í kvöld.

Keflvíkingum er spáð titlinum en þær hafa breiðan og sterkan leikmannahóp. Keflvíkingar kjöldrógu nýliðana úr Breiðablik í fyrsta leik.

Heimasíðan hvetur allt Haukafólk að mæta á leikinn og hvetja stúlkurnar áfram til sigurs.