Haukar – Valur í Olísdeild karla í kvöld

Egill Eiríksson átti fína spretti gegn ÍR í síðustu umferðÍ síðustu umferð mættu okkar menn liði ÍR í Austurbergi. Um jafnan og spennandi leik var að ræða sem endaði með jafntefli, 28-28, eftir að okkar menn höfðu verið undir í hálfleik, 16-13.
Í kvöld koma Valsmenn í heimsókn á Ásvelli og hefst leikurinn kl. 19:30. Valsmenn eru sem stendur í 3. sæti deildarinn með 3 sigra, 1 jafntefli og 1 tap. Haukapiltar sitja í 5. sæti með 1 sigur, 2 jafntefli og 2 töp. Það verður vafalítið hart barist í Schenkerhöllinni í kvöld um þessi tvö stig sem í boði eru. Áhorfendur geta skipt sköpum og því mætum við öllu og styðju okkar menn til sigurs.

Áfram Haukar!