Snæfell – Haukar í kvöld kl. 19:15

Guðrún verður í eldlínunni í kvöldFyrsti leikurinn hjá stelpunum í Dominosdeildinni í vetur er í kvöld gegn Snæfellskonum í Hólminum kl. 19:15

Búast má við jöfnum og spennandi leik en þessi tvö lið áttust við á sunnudaginn í leik meistarar meistaranna en þá réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins en þá tryggðu Snæfellskonur sér sigurinn með tveim vítum undir lokin.

Haukum var spáð 5. sæti í hinni árlegu spá formanna og fyrirliða liðanna en stúlkurnar eru ákveðnar í því að blása á spána og ætla að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.