Snæfell – Haukar í meistarar meistaranna

Lele hefur farið fyrir ungu liði Hauka á undirbúningstímabilinuBikarmeistarar Hauka munu spila við Íslandsmeistara Snæfell á sunnudaginn kl. 17:00 í DHL höllinni í leik meistarar meistaranna.

Haukar eru að spila með ungt lið í ár og hafa verið að spila ágætlega á köflum á undirbúningstímabilinu en hið unga lið Hauka hefur verið í smá vandræðum með sóknarleikinn. Margt býr í liðinu og nú fer alvaran að byrja og þurfa þær að átta sig á því að þær eru í lykilhlutverki þó ungar séu.

Haukar munu spila við fyrrum félaga, Gunnhildi Gunnarsdóttur sem skipti aftur yfir í sitt æskufélag fyrir þetta tímabil. Snæfell og Haukar hafa átt margar skemmtilegar viðureignir síðustu ár og má búast við hörkuleik tveggja góðra liða.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta í Vesturbæinn og styðja stelpurnar áfram í baráttunni.