Olísdeild karla á morgun, Haukar – Stjarnan

Þröstur Þráinsson og félagar í mfl. karla taka á móti Stjörnunni annað kvöld á Ásvöllum. Mynd: BinniAnnað kvöld er annar heimaleikur strákana í handboltanum þegar nýliðar Olísdeildarinnar, Stjarnan, koma í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:30. Strákarnir unnu fyrsta heimaleikinn gegn Akureyri en hafa tapað tveimur útileikjum og síðast gegn FH í hörkuleik í Kaplakrika. Okkar menn eru staðráðnir að komast aftur á sigurbraut og fikra sig upp töfluna en til þess þarf liðið að mæta tilbúið til leiks frá fyrstu mínútu og berjast til þeirrar síðustu. Stjarnan er á svipuðum stað og við í deildinni með 1 sigur og 2 töp og eru sýnd veiði en ekki gefin. 

Nú mætum við í Schenkerhöllina í rauðu með bros á vör og styðjum okkar menn til sigurs.

Áfram Haukar!