Konukvöld Hauka

Nú er miðasalan í fullum gangi og lýkur forsölunni mánudaginn 6. okt.

Konukvöld Hauka verður haldið laugardaginn 11. október í veislusal félagsins að Ásvöllum. Þema kvöldsins verður Oscarsverðlaunin og veislustjóri verður Helga Braga.

Ingó kemur og grípur í gítarinn og Dj Fúsi klárar svo kvöldið með skífuþeytingi.

Miðaverð er 6000 krónur en Haukar í horni greiða 5500. Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20

Láttu þig ekki vanta á þennan eðal viðburð.