Haukar ráða til sín erlendan leikmann

Haukar hafa ráðið til sín erlendan leikmann til að taka með þeim slaginn í Domino‘s deildinni í vetur. Alex Francis heitir kappinn og kemur frá Bryant University sem spilaði í Northeast riðlinum í NCAA.

Francis er 198 cm á hæð og 93 kg og spilar stöðu framherja. Hann skilaði 18,6 stigum, 8.2 fráköstum og tæpu einu blokki að meðaltali í leik fyrir Bryant á síðustu leiktíð og verður góð búbót í lið Hauka.

Haukar halda öllum sínum mönnum frá því í fyrra, ef frá er talinn Þorsteinn Finnbogason sem ákvað að taka sér frí frá körfubolta þennan veturinn, og er ljóst að miklar væntingar eru gerðar til liðsins fyrir komandi leiktíð.