Hafnarfjarðarmótið í handbolta hefst í kvöld

Matthías Árni Ingimarsson er fyrirliði Hauka.Nú er stutt í að handboltavertíðin fari að byrja og eins og fyrri ár þá halda Haukar og FH Hafnarfjarðarmót í handbolta. Mótið hefst í kvöld, fimmtudag, og stendur fram á laugardag. Allir leikir fara fram í Strandgötunni. Gestaliðin í ár verða ÍBV og Akureyri. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að kíkja í Strandgötuna en það er alltaf fróðlegt að sjá hvernig liðin standa í lok undirbúningstímabilsins. Haukar unni þetta mót í fyrra og ætla sér að sjálfsögðu að verja titilinn.

Leikirnir:

Fim. 28.ágú.2014 18.00 Strandgata FH – ÍBV    
Fim. 28.ágú.2014 20.00 Strandgata Haukar – Akureyri    
Fös. 29.ágú.2014 18.00 Strandgata Haukar – ÍBV    
Fös. 29.ágú.2014 20.00 Strandgata FH – Akureyri    
Lau. 30.ágú.2014 14.00 Strandgata Akureyri – ÍBV    
Lau. 30.ágú.2014 16.00 Strandgata Haukar – FH

Áfram Haukar!