4 flokkur karla hjá Haukum skrapp í 8 daga æfiningaferð til Vilbjerg í Danmörku 7-14. júní.
Stákarnir æfðu 1 – 2x alla dagana auk þess sem þeir spiluðu æfingaleiki við heimamenn. Inn á milli voru haldnir fræðslufundir, farið í Djurs Sommerland skemmtigarðinn, verlsunarferð til Herning, gönguferðir, haldnar kvöldvökur, farið í kirkju og margt fleira.
Aðbúnaður og umgjörð var til fyrirmyndar. Strákarnir skemmtu sér konunglega og stóðu sig vel. Þeir munu geyma þessa ferð í minni sínu lengi. Danskan alla vega þvældist ekki fyrir þeim í verlsunarferðinni 🙂