Nú er komin upp sú staða að þarf oddaleik til að skera úr um hvort það verður Haukar eða ÍBV sem hampar Íslandsmeistaratitlinum í Olísdeildinni þetta árið. Þessi staða gleður margan handboltaáhugamanninn og eitt er víst að okkar strákar hafa alltaf svarað kallinum í vetur þegar þeir hafa verið með bakið upp við vegginn fræga. Við verðum að fjölmenna og láta vel í okkur heyra því hvatningin úr stúkunni getur einfaldlega ráðið úrslitum í svona leik. Leikurinn hefst kl. 19:45.
Boðið verður upp á andlitsmálningu frá kl. 18:00 og Bjössabar opnar um svipað leyti.
Munið að þar sem þetta er tekjuskiptur leikur þá gilda Hauka í horni skírteinin ekki en Hauka í horni félagar eru samt beðnir um að hafa þau með sér til að komast inn í VIP.
Áfram Haukar!