Besti erlendi leikmaður Dominons-deildarinnar 2013-2014 Lele Hardy, hefur skrifað undir tveggja ára samning við bikarmeistara Hauka og því ljóst að Haukar verða ekki á flæðiskeri staddir m.t.t. erlendra leikmanna næstu tvö árin.
Nokkur önnur íslensk lið gerðu tilraun til að ná í leikmanninn en Hardy ákvað að halda tryggð við vini sína í Firðinum og bað sjálf um að samningurinn yrði til tveggja ára sem eru gleðifréttir fyrir Hauka og sýnir að leikmanninum líður vel í Haukum.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir kvennalið Hauka og ljóst að nýr þjálfari liðsins, Ívar Ásgrímsson þarf ekki að dýfa fingrunum ofan í leikmanna-lottópottinn fyrir næsta tímabil enda vita allir hversu gríðarlega sterk Lele er og leiðtogi síns liðs á velli sem utan vallar.