Dómaradagurinn mikli 15. maí.

Haukar

Fimmtudaginn 15. maí verða haldin opin dómaranámskeið fyrir allar boltagreinarnar á Ásvöllum. Hvort sem þú ert í handbolta, fótbolta eða körfubolta þá getur mætt á dómaranámskeið í þinni grein. Tilvalið fyrir þá sem langar að dæma leiki eða jafnvel þá sem vilja skilja sinn leik betur. 
Námskeiðin eru á vegum Afreksskóla Hauka, og munu nemendur skólans sitja námskeiðin, en aðrir áhugasamir eru einnig velkomnir. Þeir sem sækja námskeiðin í fótbolta eða handbolta geta fengið dómararskírteini sem gildir sem aðgöngumiði á leiki á vegum KSÍ eða HSÍ, ef þeir standast skriflegt próf að fyrirlestrinum loknum. 
Námskeiðin verða á eftirfarandi tímum:
Fótbolti  kl. 17-19
Handbolti kl. 17-19
Körfubolti kl. 19-21
Frekari upplýsingar og skráning á kristjanomar@kristjanomar.com (ATH! Afreksskólanemendur þurfa ekki að skrá sig á námskeiðið).