Mfl. karla í fótbolta spilar á morgun, þriðjudag, í Borgunarbikar karla. Andstæðingur þeirra er 4. deildarlið Elliða og hefst leikurinn kl. 19:15 á Fylkisvelli.
Eftir smá brotlendingu í fyrsta deildarleik ætla strákarnir að rífa sig upp og við skorum á alla sem eiga þess kost að mæta annað kvöld á Fylkisvöllinn og styðja þá til sigurs.
Áfram Haukar!