Ásgeir Þór Ingólfsson, miðjumaður Hauka í knattspyrnu hefur þetta að segja við Haukamenn fyrir komandi tímabili, sem hefst í kvöld með leik Hauka og Þróttar R. á Ásvöllum klukkan 19:00!
,,Ég ásamt fleirum í liðinu hōfum verið drjúgir við að mæta uppá síðkastið og styðja strákana í handboltanum sem eru að taka fjórða gullið á þessu tímabili. Stemningin á pöllunum hefur verið frábær og stuðningurinn magnaður. Ég neita að trúa því að það eru bara til Hauka aðdáendur í handbolta sem mæta ekki á fótboltaleiki yfir sumarið. Ef svo er þá biðla ég til allra sem titla sig sem Haukara að mæta á leiki í sumar.
Það hefur margsannast að góður stuðningur skilar sér alltaf sem auka maður inná völlinn sem við leikmennirnir finnum vel fyrir. Hjálpumst að að gera þetta sumar að frábæru sumri!“
ÁFRAM HAUKAR!