Á morgun, sunnudag, heldur úrslitakeppni Olísdeildarinnar áfram og enn á ný mætast Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH. Leikurinn hefst kl. 16:00. Haukapiltar þurfa á sigri að halda og það er ekki nokkur spurning að þeir ætla sér sigur. Okkar menn þurfa nú að vinna FH þrisvar í röð og er það ókleifur hamar? Nei, gleymum því ekki að við vorum búin að vinna FH fimm sinnum í röð þar til að úrslitakeppninni kom þar af örugglega í undanúrslitum Coca Cola bikarsins. Nú er slíkur leikur framundan og það á okkar heimavelli að Ásvöllum.
Nú fjölmennum við á pallana og mætum með jákvæðni og sínum í verki að Haukar eigi bestu stuðningsmenn landsins.
Mætum í rauðu.
Áfram Haukar!