Þrír yngri flokkar geta orðið Íslandsmeistarar um helgina

HaukarKörfuknattleiksdeild Hauka eiga þrjá yngri flokka sem spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn helgina í Smáranum. Allir þessar flokkar eiga góða möguleika á því að vinna sína leiki en þessir þrír flokkar spiluðu líka til úrslita um bikarinn en þá náði einungis 10 fl. stúlkna að vinna sinn leik á glæsilegan hátt. 

Drengjaflokkur ríður á vaðið á laugardaginn og mun etja kappi við Tindastól. Þessi lið hafa mæst tvisvar í vetur og voru báðir leikirnir einstaklega spennandi. Strákarnir töpuðu heimaleiknum með einu stigi eftir tvíframlengdan leik en náðu fram hefndum á Króknum og unnu þá með 8 stigum eftir framlengingu. Haukarnir eru deildarmeistarar og í liðinu eru mjög efnilegir strákara sem munu sjálfsagt spila stórt hlutverk á næstu árum í mfl. Strákarnir töpuðu fyrir KR í úrslitaleik bikars fyrr í vetur eftir gríðarlega jafnan leik og eru staðráðnir í því að vinna gullið núna.
Leikurinn hefst kl. 16:00 í Smáranum

 

Á sunnudeginum eru tveir leikir. Ríkjandi bikarmeistarar í 10. flokki kvenna byrja daginn kl. 12:00 í Smáranum og munu keppa við Keflvíkinga. þetta eru sömu lið og spiluðu til úrslita um bikarinn og þá unnu okkar stelpur nokkuð sannfærandi en þetta var í fyrsta skiptið sem stelpurnar lögðu lið Keflvíkinga að velli. Eftir þetta hafa þær ekki tapað á móti Keflvíkingum. Það má búast við hörkuleik tveggja skemmtilegra liða en í liði Hauka eru nokkrar stelpur sem eru byrjaðar að æfa og spila með mfl. þó ungar séu.

 

Unglingaflokkur kvenna á svo leik við Keflavík kl. 16:00 í Smáranum. Þetta eru líka sömu lið og spiluðu til úrslita í bikarnum fyrr í vetur en þá hentu Haukastelpurnar frá sér leiknum á lokamínútum leiksins eftir að hafa leitt allan leikinn. Bæði lið eru mönnuð af stelpum sem spila lykilhlutverk í mfl. sinna liða og því má búast við skemmtilegum og spennandi leik.

Við hvetjum alla Haukamenn til að mæta í Smárann um helgina og hvetja krakkana okka til sigurs.

Laugardagurinn 26. apríl
kl. 16:00 Drengjaflokkur Haukar – Tindastóll

Sunnudagurinn 27. apríl
kl. 12:00 10. fl. kv. Haukar – Keflavík
kl. 16:00 unglingafl. kv. Haukar – Keflavík