IK-Cyrus-Handboll í heimsókn

Strákarnir frá IK Cyrus – Handboll ásamt jafnöldrum þeirra úr Haukum og þjálfurum (smellið á myndina)Í páskavikunni komu 25 sænskir drengir (fd 1999) ásamt fararstjórum frá IK Cyrus – Handboll í heimsókn til íslands.  
IK – Cyrus – Handboll er vinaklúbbur Hauka og voru þeir í sinni fjórðu heimsókn til félagsins.
Þétt dagskráin var skipulögð í samráði við Hauka og heppnaðist í alla staði frábærlega.

Sænsku piltarnir fóru í Bláa lónið, Perluna, Hörpuna Gullna hringinn og syntu í Ásvallaug auk þátttöku í handboltatengdum viðburðum.
Þeir sá mfl. Hauka sigra ÍBV í síðasta leik deildarkeppninnar og 2 fl. karla sigra Val í sínum síðasta deildarleik, þar sem sænskir vinir okkar áttu salinn í íþróttahúsinu Strandgötu og með frábærri framstöðu á áhorfendapöllunum voru Valspiltar algjörlega slegnir út af laginu.

Þeir kepptu við Fram, Selfoss og Hauka auk þess sem Patrekur Jóhannesson þjálfari mfl. Hauka  og Austurríkis, stýrði hjá þeim æfingu.

Þá er einnig gaman að segja frá því að þeir nánast tæmdu Intersport af Haukabúningum fyrir páskana, þannig að þeir sem eru á ferð í Jonkoping ætti ekki að láta sér bregða þó að Haukabúningnum bregði fyrir.