Undanúrslit Olísdeildarinnar hefjast í kvöld

Sigurbergur Sveinsson er markahæstur Haukamanna í OlísdeildinniÍ kvöld, þriðjudag, hefjast undanúrslit Olísdeildar karla og eru mótherjar Hauka lið FH. Sem deildarmeistarar eiga Haukar heimaleikjaréttinn og hefst leikurinn í Schenkerhöllinni kl. 19:45.
Okkar menn hafa átt frábæran vetur. Unnið alla titla sem hafa verið í boði hingað til og sýnt mesta stöðugleikann í deildinni og eru verðskuldað deildarmeistarar. Þeir þurfa að mæta einbeittir í þetta verkefni, berjast saman í vörninni og vera skynsamir en áræðnir í sókninni. Haukar hafa mætt FH þrisvar í deildinni í vetur og alltaf haft betur. Þar að auki sigruðu okkar menn FH í undanúrslitum Coca Cola bikarsins og í Hafnarfjarðarmótinu í lok ágúst. Það má því segja að Haukar séu búnir að hafa gott tak á FH í vetur en á morgun hefst í raun ný keppni þar sem vinna verður 3 leiki til að komast í leikina um Íslandsmeistaratitilinn og það skyldi enginn afskrifa FH pilta þrátt fyrir að tölfræðin sé öll Haukamegin í þetta skiptið.

Við viljum minna Hauka í horni að hafa skírteinin sín meðferðis en nauðsynlegt er að sýna þau til að komast inn á leikinn og í VIP rými.

Nú fyllum við pallana á Ásvöllum og mætum með góða skapið, áfram Haukar!

Leikirnir framundan:
Þriðjudaginn 22/4 kl. 19:45. Schenkerhöllin, Haukar – FH
Fimmtudaginn 24/4 kl. 19:45. Kaplakriki, FH – Haukar
Sunnudaginn 27/4 kl. 16:00. Schenkerhöllin, Haukar – FH
Ef með þarf:
Þriðjudaginn 29/4 kl. 19:45. Kaplakriki, FH – Haukar
Fimmtudaginn 1/5 kl. 16:00. Schenkerhöllin, Haukar – FH