4. flokkur karla, yngra ár, spilaði í dag við ÍR og með sigri gátu þeir tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Það er skemmst frá því að segja að strákarnir mættu tilbúnir í leikinn og lönduðu öruggum sigri 23 – 18, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13 – 8. Það er gaman að sjá hvað það er góður efniviður í grasrótarstarfi félagsins og við hæfi að þessir ungu Haukamenn hafi orðið deildarmeistarar á 83. afmælisdegi félagsins. Þjálfari liðsins er Elías Már Halldórsson.
Nú hafa bæði A-liðin í 4. flokki tryggt sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, sem hefjast eftir páska, og vonum við að sjálfsögðu að þau bæði nái að landa þeim stóra.
Áfram Haukar!