Handboltabúðir í dymbilvikunni

Handboltabúðir verða 14-17 aprílHandboltabúðir verða haldnar dagana 14. -17. apríl (mánud. – fimmtud.) fyrir alla krakka í 1 – 6 bekk.
Yfirþjálfarar verða þeir Gísli Rúnar Guðmundsson og Jóhann Ingi Guðmundsson og með þeim verða leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem munu sjá um þjálfun og leiðbeiningar.
Dagskráin er frá kl. 9:00 – 12:00 alla daga og það verður barnagæsla á milli kl. 8:00 – 9:00 alla dagana, fyrir þá sem það þurfa.
Verðið er krónur 5.000,- en veittur er 50% systkinaafsláttur af 2. barni og frítt fyrir 3. barn.

Vítakeppni á markverði meistaraflokkana þar sem RISA PÁSKAEGG ER Í VERÐLAUN.
Fjölbreytt þjálfun og skemmtun fyrir byrjendur sem og lengra komna.
Skráning og greiðsla fer fram að Ásvöllum mánudaginn 14. apríl milli kl. 8:00 – 12:00
Hægt er að forskrá sig og fá nánari upplýsingar á netfanginu: gisli12@gmail.com og leggja inn á reikning 544-26-8707 kt. 561105-0140. Muna að setja nafn barns í skýringu og koma með greiðslukvittun fyrsta daginn.

Áfram Haukar!