Heiða Rakel Guðmundsdóttir valin í U-19

Heiða Rakel valinn í U19 ára landslið KSÍ

Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U-19 í knattspyrnu hefur valið 18 leikmenn til þess að taka þátt í undirbúningsmóti UEFA sem haldið verður í Færeyjum 22-23 april næstkomandi. Við í Haukum eigum fulltrúa í þessum hópi og er það Heiða Rakel Guðmundsdóttir. Heiða Rakel hefur undanfarið verið viðriðin U-19 ára landsliðið og lagt virkilega hart að sér á æfingum og á þetta virkilega skilið. Hún er með markahæstu leikmönnum í 2. flokki kvenna og einnig fyrirliði liðsins. Hún er mikil fyrirmynd innan vallar sem utan og hefur verið duglega að miðla reynslu sinni til yngri leikmanna sem hafa verið valdir í úrtakshópa á vegum KSÍ.

Við í Haukum óskum henni til hamingju með þennan áfanga og vonum að hún haldi ótrauð áfram þeirri baráttu að ná sem lengst inn á vellinum.

Áfram Haukar