Stelpurnar okkar fóru að Hlíðarenda í kvöld þar sem þær mættu sterku liði Vals í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna. Það er skemmst frá því að segja að Valskonur höfðu töglin og haldirnar í þessu leik frá upphafi og sigruðu örugglega 31 – 20 en í hálfleik var staðan 17 – 11 eftir að Marija Gedroit hafði skorað beint úr aukakasti lengst utan af velli þegar leiktíminn var útrunninn.
Haukakonur verða að vera baráttuglaðari og betur samstilltar ef þeir ætla sér eitthvað í þessu einvígi gegn vel spilandi liði Vals. Það var líka of mikið um tæknimistök, í raun hjá báðum liðum, en töluvert meira hjá Haukastelpum. Markvarslan var slök í kvöld og sóknarleikurinn á köflum of tilviljanakenndur og staður. En það býr meira í þessu liði okkar og nú fjölmennum við á leik nr. 2 sem verður í Schenkerhöllinni á þriðjudaginn kl. 19:30.
Mörk Hauka: Marija Gedroit 7/1, Karen Helga Díönudóttir 5, Gunnhildur Pétursdóttir 3, Viktoría Valdimarsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Áróra Eir Pálsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Markvarsla: Sólveig Björk Ásmundsdóttir 5 (24%), Tinna Húnbjörg 2 (12%).
Áfram Haukar!