Snæfell – Haukar í beinni á Sport TV

Haukar og Snæfell leika þriðja leikinn í úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn í Domino’s deild kvenna og sigri Snæfell verða þær Íslandsmeistarar. Haukar eru því komnar með bakið upp við vegg en munu gera allt sem í sínu valdi stendur til að mæta Snæfellsliðinu aftur á Ásvöllum.

Leikurinn í kvöld verður sýndur beint af þeim félögum í Sport TV í samvinnu við visi.is og verður hægt að sjá nálgast hann á báðum slóðum eða sporttv.is og visir.is.