Valur – Haukar í kvöld í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna

Áróra Eir Pálsdóttir, Viktoría Valdimarsdóttir og Karen Helga Sigurjónsdóttir verða í eldlínunni á morgun gegn ValStelpurnar hefja leik í úrslitakeppninni í dag, sunnudag, og mótherjar þeirra eru Valur. Haukar og Valur mættust tvisvar í deildinni og var fyrri leikurinn í Schenkerhöllinni 12. október s.l. og þar höfðu Valsstúlkur sigur 22 – 28 (11 – 12). Síðar deildarleikurinn var í Vodafonehöllinni 8. febrúar s.l. og þar höfðu Haukastelpur betur 27 – 31 (14 – 16). Í undanúrslitum Coca Cola bikarkeppninnar höfðu svo Valsstúlkur betur 21 – 25 (8 – 13). Það er alveg ljóst að þrátt fyrir stöðu þessarar liða eftir deildarkeppnina, Valur endaði í 2. sæti og Haukar í 7., þá munu Haukastelpur mæta í þessar viðureignir fullar sjálfsstrausts. Þær eru búnar að vinna Val á heimavelli í vetur og geta sannarlega gert það aftur. Það er mjög mikilvægt að allir sem geta mæti á morgun og láti vel í sér heyra á pöllunum. 

Leikurinn hefst kl. 19:30 og er í Vodafonehöllinni.

Næsta viðureign liðanna verður svo á Ásvöllum þriðjudaginn 8. apríl kl. 19:30 og svo ef með þarf sú þriðja í Vodafonehöllinni föstudaginn 11. apríl. Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit.

Áfram Haukar!