Úrslitakeppni Domino‘s deildar karla er komin af stað og í kvöld mæta Haukar Njarðvíkingum í 8 liða úrslitum. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram í Ljónagryfjunni, Njarðvík. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki heldur áfram í undanúrslit.
Haukar enduðu í fimmta sæti deildarinnar og verður árangurinn að teljast nokkuð góður þar sem Haukar komu sem nýliðar inn í deildina og var spáð áttunda sæti í árlegri spá sem gefin er út fyrir mót. Valur sem fylgdi Haukum upp í Domino‘s deildina féll aftur niður í 1. deild og sigraði aðeins tvo leiki.
Það er orðið langt síðan að Haukar unnu seríu gegn Njarðvík og þurfum við að fara aftur til ársins 1988 til þess að finna hana. Hins vegar hafa Haukar og Njarðvík ekki mæst nema einu sinni í úrslitakeppninni eftir það en það var árið 1997. Þá hafði Njarðvík betur 2-0 og fór áfram í undan úrslit.
Það eru 14 ár síðan að liðið fór upp úr 8 liða úrslitum og því kominn tími á að Haukar rífi sig upp og fari lengra. Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta og styðja dyggilega á bakið á strákunum í kvöld.
Áfram Haukar.