Í dag, fimmtudag, heldur Olísdeild karla áfram og Haukar fá ÍR í heimsókn í Schenkerhöllina. Leikurinn hefst kl. 19:30. Haukar eru sem stendur á toppi deildarinnar með 3ja stiga forskot á næsta lið. Það forskot er fljótt að fara þannig að strákarnir verða að vera mjög einbeittir í þessum fjórum leikjum sem eftir eru af mótinu. Haukar eiga eftir að spila við ÍR (heima), Val (úti), Akueyri og ÍBV (heima). ÍR er í fimmta sæti deildarinnar tveimur stigum frá úrslitakeppninni og þurfa því nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir sér að ná þar inn.
Haukar og ÍR áttust við í úrslitum í Coca Cola bikarkeppninnar nú fyrir stuttu og þar höfðu Haukar betur í hörkuleik. Þar áður höfðu liðin keppt tvisvar í Olísdeildinni og í bæði skiptin höfðu Haukar betur. 17. október léku liðin í Schenkerhöllinni og endaði leikurinn 30 – 28 (15 -16) og síðan léku þau í Austurbergi 30. janúar og endaði sá leikur 24 – 29 (14 – 10). ÍR liðið hefur sínt það í vetur að þeir eru með hörkulið og þrátt fyrir að þeir hafi misst sinn besta sóknarmann í meiðsli má ekki vanmeta þá.
Félagar í Haukum í horni geta tekið með sér gesti á leikinn (hámark tvo á skírteini) og fá þeir þá frítt inn og aðgang að VIP rými. Í hálfleik fer svo fram skráning á nýjum félögum. Patrekur þjálfari mætir kl. 19:00 og fer yfir leikinn með Haukum í horni en grillið opnar 18:30.
Haukar i horni munið að hafa skírteinin ykkar meðferðis.
Áfram Haukar!