Fjórir yngri flokkar kkd. Hauka spila til úrslita um helgina í bikarkeppni KKÍ. Úrslitin fara fram í Grindavík á laugardag og sunnudag.
Þetta er glæsilegur árangur en í heildina eru spilaðir 9 úrslitaleikir í úrslitum og eiga Haukar fulltrúa í fjórum þeirra. Einungis Keflvíkingar geta státað af sambærilegum árangri og næstu lið eiga tvö lið í úrslitum. 11. flokkur drengja var hársbreidd á því að komast í úrslitin en þeir þeir töpuðu í undanúrslitum á mót Breiðabliki í jöfnum og spennandi leik.
Þau lið sem spila um helgina eru: 10. fl. stúlkna, stúlknaflokkur og unglingaflokkur kvenna og hjá strákunum þá spilar drengjaflokkur til úrslita.
Við hvetjum Haukafólk til að fjölmenna í Grindavík um helgina og styðja okkar yngri flokka til sigurs alla helgina.
Leikirnir um helgina eru eftirfarandi:
Laugardagur 8. mars
kl. 12:00 – 10. flokkur stúlkna · Haukar – Keflavík
kl. 16:00 – Unglingaflokkur kvenna · Haukar – Keflavík
Sunnudagur 9. mars
kl. 14:00 – Stúlknaflokkur · Haukar – Keflavík
kl. 16:00 – Drengjaflokkur · Haukar – KR
Fjölmennum í Grindavík og styðjum okkar krakka.