Haukar voru án Lele Hardy og Dagbjörtu Samúelsdóttur í kvöld og munaði um minna. Sóknin komst aldrei í gang og áttu Haukar því ekki roð í Snæfell sem vann auðveldlega 48-89.
Stigahæst hjá Haukum var Gunnhildur Gunnarsdóttir sem skoraði 16 stig.
Jóhanna Björk Sveinsdóttir var með 9 stig og 9 fráköst.
Margrét Rósa Hálfdanardóttir var með 8 stig og 5 fráköst.
Þá átti Sylvía Rún Hálfdanardóttir góða innkomu í öðrum leikhluta þar sem að hún skoraði fyrstu 5 stig Hauka.
Umfjöllun um leikinn á Karfan.is
Tölfræði leiksins
Myndasafn eftir Axel Finn