Bikarúrslitaliðin mætast í Schenkerhöllinni í kvöld kl. 19:15 í toppleik Dominos deildarinnar.
Bæði liðin eru búin að tryggja sér sín sæti í deildinni og geta önnur lið ekki náð þeim. Snæfell er deildarmeistari en bikarmeistarar Hauka eru fastir í öðru sæti deildarinnar. Þrátt fyrir þetta má búast við hörku leik.