Nokkuð hefur verið fjallað um hinn glæsilega bikarmeistaratitil sem Haukarnir unnu um síðustu helgi og nú styttist í stórleikinn á móti FH í deildinni og upphitun fyrir þann leik að byrja.
Flott umfjöllun var á mbl. um hinn eitilharða og samviskusama liðsstjóra Haukanna, Hörð Davíð. Hörður hefur unnið gríðarlega óeigingjarnt starf fyrir Haukana og á hann stóran þátt í þeirri velgengni sem Handknattleiksdeildin hefur átt síðasta áratugin. Má telja víst að flest lið í deildinni vildu gefa mikið fyrir að hafa svona mann innan sinna raða. Hægt er að sjá þessa frétt á eftirfarandi slóð: http://www.mbl.is/sport/handbolti/2014/03/01/sjotti_bikarmeistaratitill_hardar
Fleiri flottar fréttir hafa verið um árangur liðsins og mun heimasíðan birta þær hér með jöfnu millibili til að hita upp fyrir leikinn á móti FH sem verður hér á Ásvöllum á fimmtudaginn kl. 20:00. Auðvitað hvetjum við alla til að mæta og hylla drengina í sínum fyrsta heimaleik eftir bikarmeistaratitilinn.