Aftur komnar á sigurbraut

Haukastúlkur eru aftur komnar á sigurbraut eftir 54-63 sigur á Val í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Haukar náðu svo 15 stiga forustu í þriðja leikhluta en Valsarar neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn niður í 3 stig. Aftur náðu Haukar forustu, 8 stig í þetta skiptið og aftur komu Valsstúlkur til baka og minnkuðu muninn í 3 stig. Haukaseiglan hafði þó yfir undir lokin og kláruðu stelpurnar leikinn.

Lele Hardy var stigahæst með 23 stig, 26 fráköst og 4 stoðsendingar.

Næst kom Gunnhildur Gunnarsdóttir með 15 stig og 4 stoðsendingar.

Íris Sverrisdóttir var svo með 11 stig og 5 fráköst.

Umfjöllun um leikinn á  Karfan.is
Myndasafn úr leiknum eftir Axel Finn
Tölfræði leiksins