Nýkrýndir bikarmeistarar Hauka í kvennaflokki taka á móti KR í kvöld í Schenkerhöllinni kl. 19:15.
Stelpurnar sýndu mjög góðan leik í Höllinni síðasta laugardag og lögðu þar hið firnasterka lið Snæfells að velli í fyrsta skipti í vetur. Allt liðið spilaði einstaklega vel og var varnarleikur liðsins til fyrirmyndar í síðari hálfleik eftir að byrjunin hafði ekki lofað góðu fyrir Haukaliðið en stelpurnar sýndu gríðarlegan styrk með því að vinna upp muninn sem Snæfell hafði náð í fyrsta leikhluta.
Nú er tækifærið fyrir okkur, Haukafólk, að mæta á Ásvelli og klappa vel fyrir þessum frábæra árangri sem liðið hefur náð og með sigri í kvöld fara stelpurnar langt með að tryggja sér annað sætið í deildarkeppninni.
Leikurinn hefst eins og áður er sagt kl. 19:15 en viljum við hvetja áhorfendur til að vera mætt í hús er kynning fer fram svo við getum sýnt stuðningin í verki og jafnframt að klappa fyrir árangrinum.