Um næstu helgi fer fram bikarhátíð í handboltanum. Hátíðin hefst á undanúrslitaleikjunum sem nú verða leiknir á sitthvorum deginum. Stelpurnar spila á fimmtudeginum 27. febrúar og strákarnir á föstudeginum 28. Úrslitaleikirnar verða svo leiknir á laugardeginum 1. mars.
Haukar eru eina félagið sem á fulltrúa bæði karla og kvenna megin sem er frábær árangur.
Stelpurnar spila gegn Val kl. 20:00 á fimmtudeginum og strákarnir gegn FH á föstudeginum kl. 20:00.
Allir leikirnir fara fram í Höllinni.
Forsala á leikina hefst í dag, laugardag kl. 15:00, um leið og miðasala hefst á leik Hauka og Gróttu í Olísdeild kvenna.
Forsalan heldur svo áfram á Ásvöllum alla næstu viku fram að leikjunum.
Það er um að gera að tryggja sér miða í tíma og það er mikilvægt að Haukafólk sem ætlar að kaupa sér miða geri það hjá okkur í forsölunni. Öll sala á Ásvöllum rennur beint til Hauka en sala á midi.is og í Höllinni gerir það ekki.
Miðaverð er kr. 1.500 á hvorn leik fyrir 15 ára og eldri en frítt er fyrir 14 ára og yngri. Haukar í horni sem kaupa miða á báða leikina fá miðana á kr. 2.000 (í stað kr. 3.000) en sama verð er fyrir alla á staka leiki.
Facebooksíða Hauka: https://www.facebook.com/knattspyrnufelagid.haukar
Mætum öll og styðjum Hauka til sigurs!
Af síðu HSÍ:
Handhafar aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á úrslitahelgi Coca Cola bikarsins helgina 28.-02.mars í Laugardalshöll geta nálgast miða á leikinn mánudaginn 24.febrúar milli kl.11 og 13 á skrifstofu HSÍ.
Miðar verða eingöngu afhendir gegn framvísun skírteinis og skilríkja og gilda eingöngu A og B aðgönguskírteini á þessa helgi.
ATH. Miðar verða ekki afhentir á öðrum tíma.
Leikjaplan meistaraflokks þessa helgi er:
Fim. 27.feb.2014 17.15 Coca Cola bikar Laugardalshöll Stjarnan – Grótta
Fim. 27.feb.2014 20.00 Coca Cola bikar Laugardalshöll Haukar – Valur
Fös. 28.feb.2014 17.15 Coca Cola bikar Laugardalshöll ÍR – Afturelding
Fös. 28.feb.2014 20.00 Coca Cola bikar Laugardalshöll FH – Haukar
Lau. 1.mar.2014 13.30 Coca Cola bikar Laugardalshöll Úrslitaleikur – Úrslitaleikur
Lau. 1.mar.2014 16.00 Coca Cola bikar Laugardalshöll Úrslitaleikur – Úrslitaleikur