Í gær heimsóttu strákarnir í Haukaliðinu Fram í Safamýrina. Leikurinn náði aldrei flugi og minnti um margt á leikinn í Framhúsinu í október. Lítið skorað og frekar ráðlaus sóknarleikur hjá báðum liðum en þó töluvert betri hjá heimaliðinu enda ekki oft sem maður sér Hauka bara vera búna að skora 13 mörk eftir rúmlega 40 mínútna leik. Varnarleikurinn var betri og markvarslan ágæt. Lokaniðurstaðan í leiknum var 21 – 18 (12 – 9). Þetta er þriðja tap Hauka í vetur og hafa tvö þeirra komið í Safamýrinni.
Mörk Hauka: Árni Steinn Steinþórsson, 4/1, Sigurbergur Sveinsson, 4 Jón Þorbjörn Jóhannsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 2, Elías Már Halldórsson 2, Einar Pétur Pétursson 1
Þórður Rafn Guðmundsson 1.
Áfram Haukar!