Formlegur undirbúningur fyrir bikaleikinn hófst á mánudaginn eftir mikla leikjatörn að undanförnu.
Tekin var létt æfing á mánudaginn eftir góðan sigur á Grindavík sl sunnudag, línur lagðar fyrir leikinn og farið yfir dagskrá vikunnar.
Mikil eftirvænting í hópnum af vel skiljanlegum ástæðum þar sem margar af stelpunum eru að fara að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í meistaraflokki. En nokkrir leikmenn hafa þó upplifað þetta áður. Guðrún hefur spila 4 úrslitaleiki, Íris hefur spilað 1, Lele hefur spilað 1 og Margrét var í hóp síðast þegar Haukar voru bikarmeistarar sem var árið 2010. Þannig að það er einhver reynsla í hópnum fyrir þennan leik sem er mjög jákvætt. Einnig má geta þess að engin af þessum 4 stelpum hefur tapað bikarúrslitaleik, sem verður að teljast nokkuð athyglisverður árangur.