Það styttist í skemmtun ársins.
Haukstelpurnar munu etja kappi við nýkrýnda deildarmeistara Snæfells í úrslitaleik bikarkeppninnnar á laugardaginn kl. 13:30 í Höllinni.
Miðasalan er í fullum gangi á Ásvöllum, þar eru miðarnir ódýrari en ef keypt er í Laugardalshöll á leikdegi. Allir að tryggja sér miða og hvetja stelpurnar til sigurs í Höllinni.
Haukastelpurnar hafa verið að spila vel síðustu leiki og sitja núna í öðru sæti í deildinni á eftir Snæfelli og því eru þetta tvö bestu lið landsins sem mætast í úrslitum.
Snæfellskonur hafa verið gríðarlega sterkar í allan vetur og hafa unnið Haukana í bæði skiptin sem þessi lið hafa mæst í deildinni í vetur.