Haukastúlkur fara í N1 höllina í Mosfellsbæ annað kvöld

Halldór Harri Kristjánsson þjálfari kvennaliðs HaukaÁ morgun, þriðjudag kl. 19:30, eiga stelpurnar okkar útileik í Olísdeildinni og eru mótherjar þeirrra lið Aftureldingar. Með sigri ná Haukar að vinna 7. leik sinn í röð sem er frábær árangur. Staða liðanna í deildinni er mjög ólík en eftir 17. leiki eru Haukar í 6. sæti með 17 stig. Hafa unnið 8 leiki, tapað 8 og gert 1 jafntefli. Afturelding situr á botni deildarinnar með 2 stig eftir 1 sigurleik. Haukar mega þó ekki vanmeta lið Aftureldingar, það er alltaf hættulegt. Þær náðu í sín fyrstu stig á dögunum gegn liði Selfoss en Haukar unnu Selfoss í síðasta leik með 17 mörkum. Skilaboðin hljóta að vera skyldusigur hjá Haukum en eins og áður sagði þá er vanmat hættulegt og allt getur gerst í íþróttum.

Mætu og styðjum stelpurnar til sigurs.

Áfram Haukar!