3. fl. kvenna tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Futsal 2014 á glæsilegan hátt um helgina.
Stelpurnar unnu Breiðablik 1-0 í undanúrslitum og gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Val í úrslitum 2-1 í miklum baráttuleik.
Þessar efnilegu stúlkur spiluðu gríðarlega vel í báðum leikjunum og eiga framtíðana fyrir sér. Heimasíðan óskar þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Mynd:
Efri röð frá vinstri – Andrés þjálfari, Tinna Björk, Sunna, Natalía, Dagrún og Andrea
Neðri röð frá vinstri – Nadía, Áslaug, Þórdís, Alexandra, Gunnhildur.